Skip to main content

Dagsetningar 2025

Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík fagnar í ár fjörutíu ára afmæli sínu dagana 23. apríl til 27. apríl og fer hátíðin aðallega fram í Norræna húsinu og í Iðnó. 

Þema hátíðarinnar í ár er Heima og heiman sem má heimfæra upp á flesta þá erlendu höfunda sem taka þátt. Hingað koma höfundar sem fjalla um heimilisleysi, flótta frá heimili, frið innan heimilis, nýlendustefnur og eftirlendur og svo mætti áfram telja. Einhverjir höfundanna eiga sér nýtt ríkisfang eða flutt á milli landa og hefur þannig hugmyndin um hvað er “heima” og hvað er að vera að “heiman” tekið stakkaskiptum. Íslenskir höfundar verða kynntir síðar, sem og dagskráin.