Skip to main content

Bókaveisla í Reykjavík 19.-23. apríl 2023

Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin í sextánda sinn vorið 2023 en hátíðin hefur verið haldin síðan árið 1985. Dagsetningarnar eru 19.-23. apríl, en 23. apríl er einmitt alþjóðlegur dagur bókarinnar. Sami dagur er jafnframt fæðingardagur Halldórs Laxness, Andrej Kúrkov og Shakespeare og einnig dánardagur Cervantes.

Fjölmargir erlendir höfundar hafa þegar staðfest komu sína og verða þeir kynntir  hér og á samfélagsmiðlum þegar nær dregur. Á hátíðinni verður boðið upp á fyrirlestra, samtöl á sviði, ljóðadagskrá og upplestra að ógleymdu hinu ómissandi bókaballi. Eins og endranær verða viðburðir öllum opnir og aðgangur ókeypis.