
Í tilefni af útgáfu ljóðabókarinnar Mara kemur í heimsókn eftir verðlaunaskáldið Natöshu S. verður blásið til partís í bókabúðinni Skáldu, kl. 16 föstudaginn 25. apríl. Viðburðurinn er hluti af off-venue dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík; og því upplagt að mæta og hitta sig upp fyrir dagskrá kvöldsins. Veigar í boði og öll velkomin!
Mara kemur í heimsókn fjallar um heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en er um leið uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand.
Natasha S. sló eftirminnilega í gegn með útgáfu fyrstu ljóðabókar sinnar Máltaka á stríðstímum, en fyrir hana hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Natasha hefur einnig verið öflugur talsmaður skálda af erlendum uppruna á Íslandi og ritstýrði ljóðasafninu Pólifónía af erlendum uppruna og ritgerðasafninu Skáldreka.