
Hernan Diaz er margverðlaunaður metsöluhöfundur. Hann er fæddur í Argentínu en uppalinn í Svíþjóð en býr nú og starfar í Bandaríkjunum. Hann hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna Trust, sem var valin ein af 100 bestu bókum 21. aldarinnar af The New York Times.
Pajtim Statovci er fæddur í Kosovo og er af albönskum uppruna. Sem barn flúði hann Júgóslavíustríðið og fjölskyldan settist að í Finnlandi. Pajtim er höfundur þriggja skáldsagna sem hafa farið sigurför um heiminn og er hver þeirra margverðlaunuð.
Umræðum stýrir Larissa Kyzer.