Skip to main content
24. apríl, 2025
14:00

Andrev Walden er sænskur blaðamaður sem býr í Stokkhólmi og starfar sem dálkahöfundur hjá Dagens Nyheter, einu fremsta dagblaði landsins. Hann sló í gegn í Svíþjóð með fyrstu skáldsögu sinni, Þessir djöfulsins karlar, sem kom út á íslensku hjá Benedikt bókaútgáfu í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Bókin hlaut helstu bókmenntaverðlaun Svía, August-verðlaunin, og vakti mikla athygli hér á landi og annars staðar. 

Hér ræðir Lóa Björk Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður við Walden.