
Finnski rithöfundurinn Satu Rämö hefur skapað sér gríðarlegar vinsældir á undanförnum árum sem glæpasagnahöfundur og hefur þýðingarrétturinn á seríu hennar um Hildi, sem gerist á Ísafirði, verið seld um heim allan. Nú standa yfir tökur á sjónvarpsþáttaröð sem byggir á bókunum. Bækurnar koma út á íslensku hjá Forlaginu í þýðingu Erlu E. Völudóttur.
Ragnar Jónasson er vinsæll glæpasagnahöfundur og hafa bækur hans komið út víða um heim þar sem þær hafa setið á metsölulistum beggja vegna Atlantsála. Þær gerast á Siglufirði og gerðir hafa verið sjónvarpsþættir upp úr þeim.
Lilja Sigurðardóttir stýrir umræðum.