
Hervé Le Tellier er franskur rithöfundur og málvísindamaður sem hóf feril sinn sem vísindablaðamaður. Hann tilheyrir hópi rithöfunda og stærðfræðinga sem kallar sig Oulipo. Le Tellier gaf út sína fyrstu bók árið 1991 en þekktastur er hann fyrir L’Anomalie sem kom út árið 2020 og hlaut Goncourt-verðlaunin sama ár.
Brynja Hjálmsdóttir er ljóðskáld og rithöfundur, en fyrsta skáldsaga hennar, Friðsemd, er framtíðarsaga úr heimi sem hamfarahlýnun hefur gert nánast óþekkjanlegan.
Umræðum stýrir Bergur Ebbi Benediktsson.