
Claire Keegan er írskur rithöfundur sem hefur notið mikilla vinsælda um heim allan fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á meira en 30 tungumál. Keegan er margverðlaunuð og var bókin Smámunir sem þessir tilnefnd til fjölda verðlauna, meðal annars Booker-verðlaunanna og vann meðal annars verðlaun sem besta írska skáldsagan árið sem hún kom út. Sú bók kom út í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur hjá Bjarti. Helga Soffía hefur einnig þýtt nóvelluna Fóstur (2023) og smásagnasafnið Seint og um síðir: sögur af konum og körlum (2025).
Umræðum stýrir Rosie Goldsmith.
Athugið að viðburðinum verður ekki streymt að beiðni höfundar.