8. september, 2021
21:00
Miðvikudagur 8. september
Kl. 21:00
Radisson Blu Saga Hotel, 8. hæð
Tunglið er og verður málsvari næturinnar, lítilmagnans og hins föla skins. Tunglið forlag fagnar þess vegna þeirri staðreynd að daginn er farið að stytta og nóttina að lengja með útgáfu tveggja nýrra frumsamdra Tunglbóka. Þær koma út í 69 eintökum hvor. Á Tunglkvöldum er lesið upp úr bókunum, tónlist flutt, gjörningar framdir. Bækurnar tvær eru til sölu á meðan dagskráin lifir en það sem óselt er á miðnætti er sett á eldinn og brennt, í samræmi við hefðir, enda lifa Tunglbækur ekki nema í andartak.
Á Tunglkvöldi N°XII koma út bækurnar:
- Pulsur náttúrunnar eftir Pál Ivan frá Eiðum
- Gluggar – Draumskrá eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur