
Á síðustu áratugum hefur ört fjölgandi hópur innflytjendum á Íslandi auðgað menningu landsins og listir. Á meðal þeirra sem skolað hefur á land leynast rithöfundar og skáld. Sum hver eru enn svamlandi á grynningunum, önnur hafa náð landi, enn önnur hafa stigið inn á bókmenntasviðið. Þessir aðkomuhöfundar eru skáldreki, frjósöm gjöf hafsins. Í þessu ritgerðasafni segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og að finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Hér er á ferð ferskt sjónarhorn, frumleg málbeiting og öðruvísi sögur. Hörund. Bein. Kjöt. Fita. Gjörðu svo vel.