
Heimspekistofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Bókmenntahátíð í Reykjavík, stendur fyrir opnum fyrirlestri Leu Ypi. Fyrirlesturinn nefnist „What is Political Progress?“ sem þýða mætti sem „Hvað eru framfarir í stjórnmálum?“
Lea Ypi er stjórnmálaheimspekingur og prófessor við London School of Economics oghefur skrifað áhrifamikil verk um réttlæti, nýlendustefnu og heimspeki Immanuels Kant. Ypi er auk þess höfundur metsölubókarinnar Frjáls: Æska í skugga járntjaldsins, þar sem hún fléttar saman sjálfsævisögulegri frásögn og stjórnmálaheimspekilegum hugmyndum.
Viðburðurinn fer fram á ensku.