Skip to main content
23. apríl, 2023
14:00

Kanínuholan er fornbókaveröld í bílskúr í Holtunum, Stangarholti 10. hvar framstilling og bókaval er í höndum Móheiðar Hlífar Geirlaugsdóttur, bókakera. Þar er að finna forvitnilegar bækur frá öllum heimshornum, gamlar sem nýjar. Kanínuholan stóð fyrir Bókmenntahátíð alþýðunnar í ágúst á síðasta ári. Glatt var á hjalla, margt um manninn og lásu ljóðskáld upp í bland við vísíteringar frá heimsfrægum höfundum, m.a. Andrei Kúrkov frá Úkraínu. 

Nú, í tilefni af Bókmenntahátíðinni, verður upplestur í Holunni hvar víðfrægar 105 RVK kanónur lesa upp úr verkum sínum, þær Guðrún Eva Mínervudóttir og Þórdís Gísladóttir. Ekki láta þennan viðburð framhjá yður fara, laugaðu andann í styrkjandi skáldaumhverfi og hver veit nema það verði heitt á könnunni líka?

Viðburðurinn fer fram á íslensku.