Skip to main content
26. apríl, 2025
17:00

Ljóðalestur, gjörningar og óvænt atriði á Svartholi Tunglsins á barnum á Hótel Holti. Tunglið fagnar útkomu þriggja nýrra ljóðabóka í ritröðinni Svarthol. Höfundar þeirra – Dinçer Güçyeter, Wolfgang Schiffer og Anne Carson – verða á staðnum og lesa úr verkum sínum.

Því næst tekur Ljóðalest Tunglsins af stað og 10 skáld af ýmsu þjóðerni flytja verk sín í kappi við klukkuna. Óvænt atriði, þægileg tónlist og tilboð á barnum á kolsvörtum poetískum-kokteilum.

Allir velkomnir. Fá bílastæði.