Skip to main content
Iðnó
25. apríl, 2025
21:30

Abdulrazak Gurnah hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Hann er höfundur tíu skáldsagna sem hafa verið tilnefndar til fjölmargra verðlauna. Gurnah er fæddur á Zanzibar í Tansaníu en býr í Bretlandi þar sem hann kennir enskar bókmenntir við Háskólann í Kent. Á íslensku hefur Helga Soffía Einarsdóttir þýtt skáldsöguna Paradís og einnig er væntanleg í hennar þýðingu bókin Malarhjarta. Angústúra gefur út. 

Helga Soffía Einarsdóttir leiðir samtalið.