
Erika Fatland er norskur mannfræðingur sem nýtur mikilla vinsælda fyrir óskálduð verk sín. Hún hefur skrifað sjö bækur sem hafa hlotið fjölda verðlauna og verið þýddar á meira en tuttugu tungumál. Hún vakti fyrst athygli árið 2015 með bókinni Sovetistan, þar sem hún segir frá ferðum sínum um fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna sem bera endinguna -stan. Í bókinni Grensen frá árinu 2021 segir hún ferðum sínum umhverfis Rússland þar sem hún ferðaðist í gegnum öll lönd sem eiga landamæri að Rússlandi en í bókinni Høyt segir hún frá fólki og samfélögum Himalaya-fjalla. Nýjasta bók hennar Sjøfareren er ferðasaga frá þeim löndum sem áður tilheyrðu hinu fallna heimsveldi Portúgala. Erika Fatland er á meðal vinsælustu höfunda Noregs sem skrifa óskáldað efni.
Hér er Fatland í samtali við Halldór Guðmundsson.