
Annette Bjergfeldt er dönsk söngkona, lagahöfundur, píanóleikari og rithöfundur sem hefur vakið mikla athygli fyrir líflegar og heillandi skáldsögur. Að auki er hún margverðlaunuð fyrir tónlist og hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Bókin Ferðabíó herra Saitos var á lista Politiken yfir bestu bækur ársins þegar hún kom út.
Einar Lövdahl er rithöfundur og tónlistarmaður. Hann hefur gefið út sólóplötuna Tímar án ráða og plötuna Nætur með tvíeykinu LØV & LJÓN sem hann myndar ásamt Agli Jónssyni. Allir textar beggja verka voru eftir Einar og þá hefur hann einnig samið texta fyrir aðra flytjendur, s.s. Julian Civilian (Skúla Jónsson), Jóhönnu Guðrúnu, Jón Jónsson og GDRN. Skáldsaga hans Gegnumtrekkur kom út vorið 2024 og hefur þýðingarréttur verið seldur til Ungverjalands og Sviss.
Umræðum stjórnar Arnar Eggert Thorodssen.