Skip to main content
Iðnó
24. apríl, 2025
20:30

Thomas Korsgaard er danskur rithöfundur sem sló í gegn einungis 21 árs gamall með bókinni Hvis der skulle komme et menneske forbi sem var fyrsta bók í þríleik sem er innblásinn af lífi höfundarins, erfiðum heimilisaðstæðum og uppvexti. Korsgaard var um tíma heimilislaus og bjó á götunni þegar hann skilaði af sér sínu fyrsta handriti. 

Erika Fatland er norskur mannfræðingur sem nýtur mikilla vinsælda fyrir óskálduð verk sín. Hún hefur skrifað sjö bækur sem hafa hlotið fjölda verðlauna og verið þýddar á meira en tuttugu tungumál. Hún vakti fyrst athygli árið 2015 með bókinni Sovetistan, þar sem hún segir frá ferðum sínum um fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna sem bera endinguna -stan. Í bókinni Grensen frá árinu 2021 segir hún ferðum sínum umhverfis Rússland þar sem hún ferðaðist í gegnum öll lönd sem eiga landamæri að Rússlandi en í bókinni Høyt segir hún frá fólki og samfélögum Himalaya-fjalla. Nýjasta bók hennar Sjøfareren er ferðasaga frá þeim löndum sem áður tilheyrðu hinu fallna heimsveldi Portúgala. Erika Fatland er á meðal vinsælustu höfunda Noregs sem skrifa óskáldað efni.

Umræðum stjórnar Ragnheiður Birgisdóttir.