
Sænski rithöfundurinn Andrev Walden sló eftirminnilega í gegn með sjálfsævisögulegu bókinni Þessir djöfulsins karlar. Bókin fjallar um sambönd móður hans við mismunandi menn og áhrifin sem þessi sambönd höfðu á hann á uppvaxtarárunum.
Í skugga trjánna, önnur skáldævisaga Guðrúnar Evu Mínervudóttir kom út fyrir jólin 2024 og naut mikilla vinsælda. Í henni fjallar hún um eigin sambönd, en tvö hjónabönd eru þar í forgrunni.
Umræðum stjórnar María Elísabet Bragadóttir.