
Thomas Korsgaard er danskur rithöfundur sem sló í gegn einungis 21 árs gamall með bókinni Hvis der skulle komme et menneske forbi sem var fyrsta bók í þríleik sem er innblásinn af lífi höfundarins, erfiðum heimilisaðstæðum og uppvexti. Korsgaard var um tíma heimilislaus og bjó á götunni þegar hann skilaði af sér sínu fyrsta handriti.
Hér er Thomas Korsgaard í samtali við Sune De Souza Schmidt-Hansen.