Skip to main content
24. apríl, 2025
12:00

Claire Keegan er írskur rithöfundur sem hefur notið mikilla vinsælda um heim allan fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á meira en 30 tungumál. Keegan er margverðlaunuð og var bókin Smámunir sem þessir meðal annars valin besta bók 21. aldar af blaðinu New York Times. Sú bók kom út í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur hjá Bjarti. Helga Soffía hefur einnig þýtt nóvelluna Fóstur (2023) og smásagnasafnið Seint og um síðir: sögur af konum og körlum (2025)

Dinçer Güçyeter er þýskt ljóðskáld og stofnandi Elif forlagsins sem sérhæfir sig í ljóðaútgáfu og er stærsti útgefandi íslenskra ljóða utan Íslands. Hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur og eina skáldsögu og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, meðal annars  bókmenntaverðlaun bókasýningarinnar í Leipzig. Bók hans, Prinsinn minn, ég er gettóið kemur út á íslensku hjá Tungl forlagi í þýðingu Gauta Kristmannssonar.

Umræðum stýrir Rosie Goldsmith.