Skip to main content
24. apríl, 2025
11:00

Kuluk Helms er listakona sem stendur á mörkum tveggja menningarheima. Hún á grænlenska móður og danskan föður og býr og starfar í Danmörku. Hún er gjörningalistamaður, grímudansari, ljóðskáld, leikari og kennari sem hefur vakið athygli fyrir líflega og skemmtilega sviðsframkomu.

Abdulrazak Gurnah hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Hann er höfundur tíu skáldsagna sem hafa verið tilnefndar til fjölmargra verðlauna. Gurnah er fæddur á Zanzibar í Tansaníu en býr í Bretlandi þar sem hann kennir enskar bókmenntir við Háskólann í Kent. Í íslensku hefur Helga Soffía Einarsdóttir þýtt Paradís og einnig er væntanleg í hennar þýðingu bókinar Malarhjarta. Angústúra gefur út.

Umræðum stýrir Þóra Arnórsdóttir.