Helene Flood kom sem stormsveipur inn á bókamarkað með fyrstu skáldsögu sinni, Þerapistanum árið 2019 sem jafnframt naut mikillar velgengni á Íslandi í þýðingu Höllu Kjartansdóttur og var valin besta þýdda glæpasagan. Flood er menntaður sálfræðingur og starfar sem slíkur í Osló, þar sem hún býr með eiginmanni sínum og börnum. Flood hlaut Mauritz Hansen glæpasagnaverðlaun í flokknum frumraun ársins fyrir Þerapistann og hefur útgáfuréttur að bókinni hefur verið seldur til um þrjátíu landa. Önnur bók Flood, Elskeren, kom út í Noregi fyrr á þessu ári.
Helene Flood tekur þátt í dagskrá um Myrkur og meinlega skugga annars vegar og hins vegar um Sagnfræði, sálfræði og sci-fi.