Bókmenntahátíð 2017

Bókmenntahátíð í Reykjavík fer fram í þrettánda sinn dagana 6.-9. september 2017 og fara viðburðir fara fram í Norræna húsinu, Iðnó og víðar. Á Bókmenntahátíð í Reykjavík koma innlendir og erlendir rithöfundar saman, kynna verk sín og ræða um líf sitt og störf, auk þess sem erlendir útgefendur og blaðamenn taka þátt.

Á hátíðinni gefst gestum einstakt tækifæri til þess að hitta íslenska og erlenda höfunda, heyra um nýjar bækur, og fá innblástur úr öllum heimshornum. Hátíðin var fyrst haldin árið 1985 og síðan þá hafa tæplega 300 erlendir rithöfundar sótt Reykjavík heim. Meðal höfunda sem hafa tekið þátt eru Svetlana Alexievich, Margaret Atwood, Seamus Heaney, Günter Grass, Haruki Murakami, Kurt Vonnegut, Ngugi Wa Thiong’o og José Saramago

Viðtöl og fyrirlestrar fara fram á ensku. Höfundar lesa upp á móðurmáli sínu og verður þýðingum varpað upp á skjá. Ókeypis aðgangur er að viðburðum hátíðarinnar nema bókaballinu. Miðasala verður auglýst síðar. Sendu okkur línu á info@bokmenntahatid.is óskir þú frekari upplýsinga.

.