Teju Cole er rísandi stjarna á meðal rithöfunda

Rithöfundurinn Teju Cole (1975) er rísandi stjarna innan bókmenntaheimsins og hann er sagður vera á meðal hæfileikaríkustu höfunda sinncblog_e9ea925590-thumbcar kynslóðar. Hann er af nígerísku bergi brotinn og uppalinn í Nígeríu en fæddur í Bandaríkjunum og flutti þangað aftur heim frá Nígeríu sautján ára gamall. Þessi tveggja heima sýn höfundarins er honum gott verkfæri þegar kemur að því að skrifa, Nígería og Nígeríumenn eru í lykilhlutverki í bókunum hans tveimur.

Í þeim báðum fjallar hann um Nígeríu og Nígeríumenn á nýjum stað. Sú fyrri er nóvella frá árinu 2007, Every Day is for the Thief, og vakti hún gríðarlega athygli lesenda og gagnrýnenda. Hún var víða valin bók ársins, meðal annars af NPR, New York Times og Telegraph. Open City er skáldsaga sem kom út árið 2011. Hún var tilnefnd til National Book Critics Circle Awards og hlaut auk þess fjölda verðlauna og afar góða dóma.

Teju Cole skrifar í blöð og tímarit, meðal annars í the New Yorker. Grein sem hann birti þar eftir hryðjuverkaárásirnar í París nú í ársbyrjun vakti mikla athygli en þar fjallar hann á áhrifaríkan hátt um tjáningarfrelsið og stöðu þess á Vesturlöndum.

Íslandsvinurinn David Mitchell

David Mitchell (1969) er breskur metsöluhöfundur sem hlotið hefur mikið lof fyrir verk sín og er einn vinsælasti samtímahöfundur Bretlands. Hann er til dæmis þekktur fyrir Cloud Atlas, sem samnefnd bíómynd var gerð eftir, og bókina The Bone Clocks sem tilnefnd var til Man Booker-verðlaunanna í fyrra.
20870_mitchell_david
Mitchell er mikill Íslandsvinur og gerist The Bone Clocks að hluta til á Íslandi. Aðalpersónu sögunnar, rithöfundinum Crispin, er meira að segja boðið að taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík, en þó ekki fyrr en árið 2018.

Fyrir skömmu var Mitchell í viðtali við Morgunblaðið (28.12.2014) og þar kom meðal annars fram dálæti hans á Halldóri Laxness og Sjálfstæðu fólki sem honum þykir ein sú almagnaðasta bók sem hann hefur lesið. Meira segja í köflunum þar sem lítil atburðarás á sér stað, er hún samt stórkostleg lætur hann hafa eftir sér í öðru viðtali.

Það verður spennandi að sjá hvort reynsla Mitchells af Bókmenntahátíð í Reykjavík og Íslandsdvöl hans í þetta skiptið verði honum frekari innblástur í bækur.

Drottning argentínskra örsagna til Íslands

Ana María Shua (1951) er á meðal kunnustu rithöfunda Argentínumanna og hefur skrifað meira en 80 bókmenntaverk af ýmsum toga. Hún er margverðlaunuð og hlaut nýverið argentínsku bókmenntaverðlaunin fyrir smásögur sínar. Örfáum dögum síðar hlotnuðust henni önnur virt smásagnaverðlaun í Argentínu.

Shua ana maríaShua er hvað þekktustu fyrir örsögur sínar, svo þekkt að hún er jafnan kölluð drottning örsagnanna. Í haust kemur út á íslensku safn hundrað örsagna eftir Shua í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur en áður hafa nokkrar þeirra birst í bókmenntatímaritinu Stínu.

Örsögur eru örstuttar frásagnir í lausu máli. Þær fanga augnablikið og skilja lesandann eftir með einhverja hugsun eða tilfinningu. Hér er á ferðinni bókmenntagrein sem sífellt vinnur á og þess er skemmst að minnast að Gyrðir Elíasson gaf út fyrir síðustu jól bókina Lungnafiskarnir: smáprósar sem hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda, en sú bók innihélt einmitt hundrað örsögur.

Bókmenntahátíð í Reykjavík 30 ára 2015

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin næst dagana 9. til 13. september 2015. Þá verða liðin 30 ár frá því stofnað var til þessarar fersku og síungu hátíðar í fyrsta sinn og verður dagskráin glæsileg sem endranær. Búast má við fjölmörgum erlendum höfundum, heimsþekktum og minna þekktum, ásamt erlendum útgefendum og blaðamönnum á götum Reykjavíkurborgar og verða nöfnin kynnt þegar nær dregur. Þangað til getum við lesið góðar bækur og látið okkur hlakka til.

Audience_Idno

Bókmenntahátíð í Reykjavík þakkar fyrir sig í ár

Elleftu Bókmenntahátíðinni í Reykjavík er nú lokið og óhætt er að segja að hátíðin hafi lukkast einstaklega vel í ár og hér er hægt að skoða myndir frá hátíðinni. Sautján erlendir höfundar sóttu hátíðina ásamt tólf erlendum útgefendum og umboðsmönnum og sjö erlendum blaðamönnum. Þá tóku þátt tíu íslenskir höfundar og fjöldi fólks, þýðendur og spyrlar, komu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Skulu þeim öllum færðar þakkir hér með.

Bókmenntahátíð vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sóttu viðburði hátíðarinnar og til samstarfsaðila og stuðningsaðila, sem voru fjölmargir. Hátíðin er lesendahátíð og miðað við þann fjölda gesta sem sóttu viðburði eru íslenskir lesendur alltaf jafnáhugasamir um nýjar og spennandi bækur og höfunda.

Á hátíðinni var tjáningarfrelsið mjög til umræðu í ár vegna samstarfsins við PEN International, en árlegt þing samtakanna var haldið á Íslandi samhliða Bókmenntahátíðinni. 300 rithöfundar voru staddir í bænum þessa viku og settu óneitanlega svip sinn á stemninguna. Þá var einnig áberandi þema á hátíðinni rithöfundar í útlegð, en þrír erlendir höfundar sem hafa skrifað í útlegð tóku þátt: Mazen Maarouf frá Palestínu, Svetlana Alexievitch frá Hvíta-Rússlandi og Antonio Skármeta frá Chile.

Hægt er að rifja upp dagskrá hátíðarinnar með því að hlusta á upptökur Rásar eitt, en Rás eitt  hélt úti viðamikilli dagskrá dagana fyrir hátíð og á hátíðinni sjálfri.  Nálgast má alla þættina hér og gaman er að rifja upp einstaka höfunda með því að hlusta á þessa þætti.

Svo má líka lesa ræður erlendra sem voru fluttar við opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 2013. Fransk-kongóski höfundurinn Alain Mabanckou fjallaði um sjálfstæðisbaráttu Afríku og tjáningarfrelsið í afar áhrifamikilli ræðu við setningu Bókmenntahátíðar í Norræna húsinu: Alain Mabanckou_opnun.

Sama kvöld flutti John Ralston Saul, forseti PEN International, ávarp á sameiginlegu upplestrarkvöldi Bókmenntahátíðar og PEN International í Eldborg í Hörpu: John Ralston Saul Opnunarræða_Reykjavik 2013_þýðing.

Á Facebook-síðu Bókmenntahátíðar má sjá myndir frá ýmsum viðburðum, svosem upplestrum í Hörpu, Iðnó og Norræna húsinu, útgefendamálþingi, viðtölum og svo að sjálfsögðu Bókaballinu sem tókst svo einstaklega vel í ár.

Í Iðnó @ Magnús Helgason Svetlana Alexievitch / Steve Sem-Sandberg @ Magnús Helgason Á Bókaballi @Magnús HelgasonNew Voices Awards @Magnús Helgason

Rithöfundar sýna myndir

Um þessar munP1040338dir fara fram myndlistasýningar tveggja rithöfunda í Reykjavík. Annars vegar er í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu sýning á verkum Sigrúnar Eldjárn sem ber yfirskriftina TEIKNIVÍSINDI – SJÖ NÍU ÞRETTÁN. Uppistaða sýningarinnar eru teikningar, eins konar óður til blýantsins. Fyrsta barnabókin Sigrúnar kom út 1980. Þær skipta nú tugum og njóta mikilla vinsælda meðal barna á ýmsum aldri. Hér er heimasíða safnsins þar sem finna má frekari upplýsingar um sýninguna: http://www.listasafnasi.is/

Hallgrímur Helgason mynd

Hin sýningin er til húsa að Baldursgötu 12, 101 Reykjavík í listhúsinu Tveir hrafnar. Þar sýnir Hallgrímur Helgason svarthvítar akrýlmyndir af frægustu rithöfundum Íslands á fyrri hluta tuttugustu aldar – frá torfbæjum til Nóbelsverðlauna. Yfirskrift sýningarinnar er „Íslensk bókmenntasaga, 4. bindi.“ Hér er heimasíða listhússins: http://tveirhrafnar.is/

Þessar sýningar eru kærkomin viðbót við þá miklu bókmenntaveislu sem framundan er.

Lestrarsprettur Bókmenntahátíðar og Eymundsson 5.-8. september

Eymundsson og Bókmenntahátíð í Reykjavík hafa ákveðið að skipuleggja Lestrarsprett í sýningarglugga Eymundsson í Austurstræti dagana 5. til 8. september. Lestrarspretturinn er tekin til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

Lestrarsprettur

1F3B1576

Lestrarspretturinn fer þannig fram að þátttakendur, einn í senn, koma sér fyrir í þægilegum hægindastól í notalegu lestrarumhverfi í glugga Eymundsson í Austurstræti og lesa. Gert er ráð fyrir að sprettur hvers og eins standi í um það bil klukkustund og að hver þátttakandi lesi bók að eigin vali. Að lestri loknum skráir þátttakandi í dagbók, hvaða bók hann las, hvar hann byrjaði og hvar hann endaði, auk þess að skrifa nokkur orð um verkið. Tekið skal sérstaklega fram að engu skiptir hvort lesið er mikið eða lítið, sögur leikrit eða ljóð. Þá eru innbyrðis afköst þátttakenda  ekki skoðuð sérstaklega. Þátttakendum er enn fremur velkomið að dotta ef notaleg höfgi sígur yfir þá við lesturinn.

Spretturinn fer fram á opnunartíma Eymundsson í Austurstræti og í sýningarglugga verslunarinnar til þess að auðvelda áhorfendum að fylgjast með. Hann hefst klukkan 11 að morgni 5. september og honum lýkur að kvöldi sunnudagins 8. september.

Nokkur hópur manna hefur þegar skráð sig til þátttöku í Lestrarsprettinum. Er þar um að ræða fólk úr flestum lögum þjóðfélagsins: íþróttafólk, sófaspekinga, garðyrkjumenn, skáld, dúklagningarmenn, stjórnmálamenn og ekki síst hreina letihauga. Tekið skal fram að öllum er velkomið að taka þátt. Hægt er að skrá sig bæði með því að koma við í Eymundsson í Austurstræti eða með því að senda póst á svanborgs@eymundsson.is.

Hægt er að styrkja Ljósið með því að hringja í eftirfarandi styrktarnúmer:

901-5011 = 1.000 krónur
901-5013 = 3.000 krónur
901-5015 = 5.000 krónur

Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning Ljóssins, margt smátt gerir eitt stórt!

Reikningur: 0130-26-410420
Kennitala: 590406-0740

Um Ljósið
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Bókmenntahátíð og PEN þingið gera samning við prentsmiðjuna Odda

handsal

Prentsmiðjan Oddi, PEN á Íslandi og Bókmenntahátíð í Reykjavík hafa gert með sér samning sem felur í sér að prentsmiðjan Oddi styrkir þingið og Bókmenntahátíðina með því að prenta án endurgjalds allt efni sem gefið verður út í kringum alþjóðalega ráðstefnu PEN samtakanna, PEN International, og Bókmenntahátíð í Reykjavík sem fram fara á sama tíma nú í annarri vikunni í september.

PEN International eru samtök rithöfunda, ritstjóra, þýðenda og blaðamanna sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið og berjast fyrir þeim málstað víða um heim. Samtökin voru stofnuð árið 1921 og á hverju ári síðan 1923 hafa þau haldið þing samtakanna með þátttöku frá PEN-félögum hvaðanæva að úr heiminum og verður þingið í Reykjavík engin undantekning þar á.

Þetta þing er sérstakt því það mun vera hið fyrsta sem haldið er í svo náinni samvinnu við bókmenntahátíð fundarstaðarins. Það sýnir hversu mikillar virðingar Bókmenntahátíð í Reykjavík nýtur á alþjóðlegum vettvangi, en hátíðin hefur verið haldin annað hvert ár að jafnaði síðan árið 1985. Bókmenntahátíð og PEN-þingið munu standa fyrir opinni dagskrá í Hörpu og í Norræna húsinu 11. og 12. september, þegar þinginu lýkur, en hátíðin stendur svo áfram til 15. september.

PEN-samtökin og Bókmenntahátíð í Reykjavík leituðu til prentsmiðjunnar Odda um samstarf og stuðning. Prentsmiðjan Oddi er leiðandi prentsmiðja á Íslandi og hefur frá stofnun verið í fararbroddi í þjónustu og frágangi, ekki síst þegar prentun snýr að bókum. Prentsmiðjan Oddi býr að auki yfir góðum tengslum inn í bókaútgáfu víða í heiminum og mun samstarfið auka þau tengsl enn frekar.

Bækur í sumarfríið

SumarlesturFjölmiðlar keppast nú við að birta ýmsa lista yfir bækur sem eru góðar í sumarfríið. Guardian birti t.d. lista yfir þær bækur sem ýmsir rithöfundar myndu pakka ofan í tösku og NPR er með alls konar lista yfir sumarbækur. Bókmenntahátíð í Reykjavík er með sinn eigin skothelda lista þetta sumarið sem óneitanlega tekur mið af höfundalista ársins. Hér eru nefndar tvær bækur sem finna má á náttborði einu hér í borg.

demain-j-aurai-20-ans_book_medium

Demain j’aurain vingt ans (ísl. Ég verð tvítugur á morgun) eftir Alain Mabanckou er hlý og bráðfyndin frásögn sem byggir á æsku höfundarins. Hér segir frá tíu ára dreng sem sem elst upp í Pointe Noire í Kongó í upphafi áttunda áratugarins. Lesendur kynnast fjölskyldu hans og aðstæðum og sjá heiminn með saklausum augum drengsins. Margt kemur lesandanum og drengnum undarlega fyrir sjónir, til dæmis birtingarmyndir kommúnismans en á heimili frænda hans hanga myndir af Marx og Engels (sem drengurinn telur að hljóti að vera tvíburar því þeir eru með eins skegg, hugsa það sama og þegar þeir hugsa það sama skrifa þeir um það saman í bók!). Undir frásögninni hljómar tónlist frá Vesturlöndum í gegnum útvarpið svo úr verður heillandi blanda af kongólskum veruleika og vestrænum áhrifum. Bókin er skrifuð á frönsku en hefur verið þýdd á ensku og sænsku, svo dæmi séu nefnd.

SumarhusSumarhús með sundlaug eftir Herman Koch fjallar hreint ekki um afslöppun í sumarhúsi með sundlaug, en bókin er þó kjörin til þess að taka með sér á slíkan stað. Hér er á ferðinni æsispennandi og dramatísk frásögn af heimilislækninum Marc Schlosser og þeirri atburðarás sem verður eftir að einn sjúklinga hans deyr. Áleitnar spurningar vakna um hvað gerðist eiginlega í sumarhúsi sjúklingins og fjölskyldu hans, þar sem læknirinn dvaldi ásamt eiginkonu sinni og dætrum. Bókin er spennusaga um mannlegt eðli sem erfitt er að leggja frá sér, en hún er líka fyndin og býsna ágeng.

Bókmenntahátíð í Reykjavík I The Reykjavík International Literary Festival