David Nicholls, heimsþekktur rithöfundur og handritshöfundur

David Nicholls (1966) er breskur rithöfundur sem hefur sent frá sér fjórar skáldsögur sem allar hafa hlotið mikið lof og náð miklum vinsældum. Þá er hann líka handritshöfundur og hefur skrifað handrit fyrir leiksvið, sjónvarp og kvikmyndir. Hann lærði leiklist og starfaði sem leikari áður en hann sneri sér alfarið að skrifum. Fyrir utan eigin handrit hefur hann líka aðlagað þekkt verk eins og “Much Ado About Nothing” eftir Shakespeare fyrir BBC.

Fyrsta skáldsaga Nicholls, “Starter for Ten”, kom út árið 2003 og hann skrifaði jafnframt handritið að bíómyndinni sem kom út árið 2006 . Framleiðandi myndarinnar var Tom Hanks og myndin skartaði leikaranum James McAvoy. Næst kom út bókin “The Understudy” árið 2005 og í kjölfarið fylgdi “One Day”, sem gerð var bíómynd eftir árið 2011, með leikurunum Anne Hathaway og Jim Sturgess í aðalhlutverkum. Bókin kom út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti undir heitinu Einn dagur.

Nýjasta bók Nicholls  “Us” kom út síðastliðið haust. Hún var nýverið gefin út hjá Bjarti í íslenskri þýðingu undir titlinum “Við”.  Bókin hlaut frábærar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til Man Booker verðlaunanna og var lýst sem hinni fullkomnu bók“ af breska dagblaðinu The Independent.

Í bókinni segir frá lífefnafræðingnum Douglas Petersen sem reynir að bjarga hjónabandinum með því að leggja upp í mikla menningarreisu um Evrópu ásamt eiginkonu og syni. Á ferð um París, Amsterdam, Feneyjar og Flórens skerast í leikinn óður harmóníkuleikari, fjölþjóðlegir vopnasalar og lögreglan, og sú spurning verður áleitin hvort menningarreisur séu heppilegar til að bjarga hjónaböndum og bæta sambandið við börnin.

Pierre Lemaitre, margverðlaunaður spennusagnahöfundur

Franski rithöfundurinn Pierre Lemaitre er margverðlaunaður rithöfundur og gríðarlega vinsæll spennusagnahöfundur. Árið 2013 Goncourt-verðlaunin, en það eru virtustu bókmenntaverðlaunin í Frakklandi, og Alþjóðlega rýtinginn CWA, verðlaun samtaka breskra glæpasagnahöfunda.Pierre Lemaitre

Bók Pierre Lemaitre, Alex, kom nýverið út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar og hefur bókin trónað á toppi metsölulistanna síðan. Hún reynir mjög á réttlætiskennd lesandans og er alls ekki fyrir viðkvæma. Það verður gaman að heyra Lemaitre segja frá verkum sínum þegar hann kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september.

Í samtali við DV á dögunum sagði Friðrik frá höfundinum og þýðingarferlinu og sagði meðal annars :

„Það var mjög gaman en krefjandi að þýða Alex því Lamaitre er mjög vel lesinn og í bókum sínum lyftir hann hattinum til ýmissa rithöfunda, eins og Proust og Pasternak, en líka kvikmyndaleikstjóra eins og meistara Alfred Hitchcock. Mér finnst Alex snilldarlega vel fléttuð spennusaga sem reynir mjög á réttlætiskennd lesandans. Þetta er alls ekki bók fyrir viðkvæmar sálir. Fyrst og fremst er Pierre Lemaitre vel lesinn og fantagóður rithöfundur sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Það er þýðandans að átta sig vel á því öllu og koma því til skila á íslensku. Ég vona að það hafi tekist.“

Timur Vermes og háðsádeilan um Hitler

Þýski rithöfundurinn Timur Vermes (1967) er höfundur skáldsögunnar Aftur á kreik (Er ist wieder da) sem kom út haustið 2012 og varð strax umtöluð metsölubók. Vermes starfaði áður sem blaðamaður og skrifaði bækur undir nöfnum annarra (ghost writingTimurVermes).

Hér er á ferðinni háðsádeila af bestu gerð sem segir frá því þegar Hitler vaknar upp af værum blundi í almenningsgarði í Þýskalandi árið 2011 eftir að hafa sofið síðan 1945. Hitler veit ekki hvað tímanum hefur liðið og hyggst því halda sínu striki þar sem frá var horfið. Hins vegar halda þeir sem á vegi hans verða að hér sé á ferðinni afburða snjall leikari sem hefur náð svo góðum tökum á háttarlagi Foringjans og vekur hann því aðdáun og eftirtekt hvar sem hann fer. Hitler kemst í kynni við sjónvarpsþáttaframleiðendur og slær í gegn í skemmtiþætti í sjónvarpi og hljóta ræður hans mikla útbreiðslu á youtube.

Bókin hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál og vakið miklar umræður hvar sem hún hefur komið út. Til stendur að gera bíómynd eftir sögunni. Aftur á kreik kom út í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar á dögunum hjá Forlaginu. Hægt er að lesa kafla úr bókinni á íslensku hér.

Teju Cole er rísandi stjarna á meðal rithöfunda

Rithöfundurinn Teju Cole (1975) er rísandi stjarna innan bókmenntaheimsins og er hann sagður vera á meðal hæfileikaríkustu höfunda sinncblog_e9ea925590-thumbcar kynslóðar. Hann er af nígerísku bergi brotinn, fæddur í Bandaríkjunum en uppalinn í Nígeríu fram á unglingsár þegar hann flutti á ný til Bandaríkjanna. Þessi tveggja heima sýn höfundarins reynist honum gott vopn við skriftirnar og í verkum hans birtist Nígería lesandanum bæði sem framandi og kunnuglegur staður.

Teju Cole hefur gefið út tvær bækur. Sú fyrri er nóvella frá árinu 2007, Every Day is for the Thief, og vakti hún gríðarlega athygli lesenda og gagnrýnenda. Í bókinni snýr sögumaður aftur til Nígeríu eftir fimmtán ára fjarveru. Hann hittir gamla vini og fjölskyldu en upplifir samfélagið sem aðkomumaður. Lesandinn skynjar mikla hlýju í textanum gagnvart Nígeríu og þegnum landsins, meira að segja gagnvart hinum víðfrægu Nígeríusvindlurum. Bókin var víða valin bók ársins þegar hún kom út, meðal annars af NPR, New York Times og Telegraph.

Open City er skáldsaga sem kom út árið 2011. Hún var tilnefnd til National Book Critics Circle Awards og hlaut auk þess fjölda verðlauna og afar góða dóma. Í henni segir frá ungum Nígeríumanni í New York sem nýlega hefur hætt með kærustunni sinni. Hann gengur um borgina og veltir fyrir sér aðstæðum sínum, bæði í samtíð og fortíð.

Teju Cole skrifar í blöð og tímarit, meðal annars í the New Yorker. Grein sem hann birti þar eftir hryðjuverkaárásirnar í París nú í ársbyrjun vakti mikla athygli en þar fjallar hann á áhrifaríkan hátt um tjáningarfrelsið og stöðu þess á Vesturlöndum.

Bókmenntahátíð í Reykjavík I The Reykjavík International Literary Festival