Yaa Gyasi

Yaa Gyasi er ættuð frá Ghana en ólst upp í Bandaríkjunum. Fyrsta skáldsaga hennar Homegoing eða Heimförin var valin ein af bókum ársins 2016 víða um heim og hefur unnið til fjölda verðlauna. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu Ólafar Eldjárn síðar á árinu. Í bókinni tekst Gyasi á við flókna arfleifð þrælaviðskipta og nauðungarflutninga beggja vegna Atlantshafs og skoðar vanmátt hverrar nýrrar kynslóðar frammi fyrir yfirþyrmandi grimmd fortíðarinnar. Frásagnarlist Yaa Gyasi hefur verið líkt við verk höfunda á borð við Gabriel Garcia Márquez, og ljóst er að höfundurinn á framtíðina fyrir sér.