Tölur og krækjur

Sú Bókmenntahátíð sem hefst næsta september verður sú ellefta í röðinni. Hátíðin var fyrst haldin árið 1985 og frá þeim tíma hafa alls 265 höfundar tekið þátt í henni frá 45 þjóðlöndum. Frá árinu 2000 hafa erlendir útgefendur og umboðsmenn einnig tekið þátt, svo fjöldi gesta sem hingað hafa komið á vegum hátíðarinnar fer sennilega vel yfir 300. Sé tekið mið af því að hátíðin er haldin annað hvert ár þá má með sanni segja að þessi hópur höfunda sé ansi stór. Hópurinn mun stækka enn frekar í haust og verður spennandi að sjá hverjir leggja leið sína á klakann til að gleðja okkur með nærveru sinni. Hér á heimasíðu hátíðarinnar má finna lista yfir alla höfunda sem hafa tekið þátt í hátíðinni og nú hafa verið settar krækjur á nöfn þeirra þannig að auðvelt er að kynna sér þá frekar – sjá hér.