Timothy Snyder

Timothy Snyder

Timothy Snyder er prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla og einn af fremstu fræðimönnum Bandaríkjanna á sínu sviði: Sögu Mið- og Austur-Evrópu á 20. öld. Snyder hefur gefið út sex bækur um viðfangsefni sín, sem allar hafa verið verðlaunaðar og þýddar á fjölda tungumála. Nýjasta bók hans nefnist On Tyranny: Twenty Lessons From the Twentieth Century og er mikilvægt innlegg í heimmálaumræðu samtímans, þar sem vaxandi öfgar í stjórnmálum vekja mörgum ugg. Fræðigreinar Snyders og almenn skrif hafa birst í blöðum á borð við The New York Review of Books, Foreign Affairs, The Times Literary Supplement og The New York Times.