Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, eljusamur rithöfundur, sagnfræðingur og skáld

Þórunn Erla Valdimarsdóttir

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir fæddist árið 1954. Hún er sagnfræðingur að mennt. Þórunn er athafnasamur rithöfundur og eftir hana liggja yfir tuttugu bækur. Í safni hennar er að finna skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur og sagnfræðirit. Þá hefur Þórunn einnig skrifað þætti fyrir útvarp og sjónvarp.

Fyrsta skáldsaga Þórunnar, Júlía kom út hjá Forlaginu árið 1992. Barnævisöguna Sól í Norðurmýri sem kom út árið 1993 og nóvelluna Dag kvennanna frá árinu 2010 skrifaði hún með Megasi.

Árið 1997 sendi Þórunn frá sér sögulegu skáldsöguna Alveg nóg. urlSú bók var tilnefnd til Menningarverðlauna DV sama ár. Næsta bók Þórunnar var skáldsagan Stúlka með fingur sem gefin var út af Forlaginu árið 1999. Bókin hlaut Menningarverðlaun DV árið 1999 og var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

5230-4001-175x258Skáldsögur Þórunnar, Kalt er annars blóð frá árinu 2007 og Mörg eru ljónsins eyru frá 2010 eru glæpasögur sem gerast í samtímanum. Bækurnar eru báðar byggðar á Íslendingasögum. Kalt er annars blóð er byggð á Njálu og Mörg eru ljónsins eyru er byggð á Laxdælu. Báðar bækurnar voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.

Þórunn hefur einnig hlotið tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka fyrir bækur sínar Snorri á Húsafelli: Saga frá 18. öld sem kom út árið 1989, Til móts við nútímann (4. bindi Kristni á Íslandi) frá árinu 2000 og fyrir bókina Upp á sigurhæðir: Saga Matthíasar Jochumssonar frá árinu 2006.

Stulkamedmaga_kilja-175x278Árið 2013 sendi Þórunn frá sér bókina Stúlka með maga sem er skáldættarsaga byggð á pappírum úr járnskáp. Bókin fékk góðar viðtökur frá lesendum og vann einnig til Fjöruverðlaunanna sama ár og hún kom út.

Þess má til gamans geta að Þórunn er einnig myndlistakona en á heimasíðu hennar má sjá fallegar línuteikningar sem hún býr til. Þar segir að Þórunn sé að teikna fyrir barnabók sem að hún vinnur að.
Hér má sjá tengil inn á heimasíðu Þórunnar þar sem finna má nánari upplýsingar um verk hennar og starfsferil:
www.thorvald.is

Pallborðsumræður: Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum