Þar sem þýskan og íslenskan mætast

Kristof Magnusson hefur þýtt fjölda íslenskra bóka yfir á þýsku. Meðal annars hefur hann þýtt Storm eftir Einar Kárason og 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helgason.

Nýjasta skáldsagan, Das was ich nicht, kom út í Þýskalandi árið 2010 og er væntanleg í íslenskri þýðingu hjá Forlaginu að ári. Vinnutitill bókarinnar er Það var ekki ég og Bjarni Jónsson þýðir.

Hér er þýsk heimasíða höfundarins: http://www.kristofmagnusson.de/ Þar má til dæmis sjá myndbönd þar sem höfundur les úr nýjustu bók sinni.

Kristof Magnusson mun lesa upp í Iðnó miðvikudagskvöldið 7. september og ræða við Ólaf Kristjánsson í Norræna húsinu sunnudaginn 11. september.

Ljósmynd af höfundi: Thomas Dashuber