Teju Cole er rísandi stjarna á meðal rithöfunda

Rithöfundurinn Teju Cole (1975) er rísandi stjarna innan bókmenntaheimsins og er hann sagður vera á meðal hæfileikaríkustu höfunda sinn

cblog_e9ea925590-thumbc

Teju Cole

ar kynslóðar. Hann er af nígerísku bergi brotinn, fæddur í Bandaríkjunum en uppalinn í Nígeríu fram á unglingsár þegar hann flutti á ný til Bandaríkjanna. Þessi tveggja heima sýn höfundarins reynist honum gott vopn við skriftirnar og í verkum hans birtist Nígería lesandanum bæði sem framandi og kunnuglegur staður.

Teju Cole hefur gefið út tvær bækur. Sú fyrri er nóvella frá árinu 2007, Every Day is for the Thief, og vakti hún gríðarlega athygli lesenda og gagnrýnenda. Í bókinni snýr sögumaður aftur til Nígeríu eftir fimmtán ára fjarveru. Hann hittir gamla vini og fjölskyldu en upplifir samfélagið sem aðkomumaður. Lesandinn skynjar mikla hlýju í textanum gagnvart Nígeríu og þegnum landsins, meira að segja gagnvart hinum víðfrægu Nígeríusvindlurum. Bókin var víða valin bók ársins þegar hún kom út, meðal annars af NPR, New York Times og Telegraph.

Open City er skáldsaga sem kom út árið 2011. Hún var tilnefnd til National Book Critics Circle Awards og hlaut auk þess fjölda verðlauna og afar góða dóma. Í henni segir frá ungum Nígeríumanni í New York sem nýlega hefur hætt með kærustunni sinni. Hann gengur um borgina og veltir fyrir sér aðstæðum sínum, bæði í samtíð og fortíð.

Teju Cole skrifar í blöð og tímarit, meðal annars í the New Yorker. Grein sem hann birti þar eftir hryðjuverkaárásirnar í París nú í ársbyrjun vakti mikla athygli en þar fjallar hann á áhrifaríkan hátt um tjáningarfrelsið og stöðu þess á Vesturlöndum.

Pallborðsumræður: Að heiman og heim, Blind Spot Formleg opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu