Svarbréf Bjarna sent út í heim

Bergsveinn Birgisson sendi árið 2010 frá sér bókina Svar við bréfi Helgu sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hún var einnig valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala.

Í ár er bókin væntanleg á þýsku hjá bókaútgefandanum Steidl. Bókin hlaut góðar viðtökur og því verður forvitnilegt að sjá hvort þýskir lesendur taki henni eins vel og þeir íslensku.

Nýlega bárust þær fréttir að Borgarleikhúsið hyggst setja upp leiksýningu í vetur sem byggir á bókinni. Hér má sjá viðtal af visir.is frá 12. ágúst vegna leikgerðarinnar: http://www.visir.is/svar-vid-brefi-helgu-a-svid/article/2011708129993  Aðdáendur bókarinnar hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar.

Bergsveinn er gestur Bókmenntahátíðar og mun lesa upp í Iðnó föstudagskvöldið 9. september.