Stine Pilgaard, ungur og efnilegur danskur rithöfundur

Stine Pilgaard er fædd árið 1984 í Danmörku.

Stine-Pilgaard-Rasmus-Jepsen3

Stine Pilgaard (photo by Rasmus Jepsen)

Þessi ungi rithöfundur sló rækilega í gegn með bók sinni Mamma segir árið 2012. Forlagið gaf bókina út í íslenskri þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur árið 2014.

Mamma_segir-175x276Bókin fjallar um unga konu sem flytur heim til föður síns eftir sambandsslit. Ástin og eðli ástarinnar er umfjöllunarefni bókarinnar þar sem henni er lýst með sjarmerandi hætti, hnyttni og hjartnæmni. Persónulýsingar í bókinni eru líflegar og meinfyndnar.
Hér má sjá Pilgaard tala um bók sína Mamma segir;
https://www.youtube.com/watch?v=qScA94PH2Wo

Stine Pilgaard hefur unnið til verðlauna fyrir verk sín en þar ber helst að nefna Bodil og Jørgen Munch-Hansens debutantpris verðlaunin sem hún hlaut fyrir bók sína Mamma segir árið 2012. Verðlaunin eru veitt ungum og efnilegum rithöfundum í Danmörku.
Gaman er að segja frá því að átrúnaðargoð Stine er meðal annars rithöfundurinn Helle Helle sem einnig er gestur Bókmenntahátíðar í ár.

Bókin Lejlighedssange eftir Pilgaard kom út árið 2015 í Danmörku. Sú bók líkt og fyrri bækur Pilgaard hefur fengið lof gagnrýnenda. Líkt og í fyrri bók Pilgaard, er persónusköpunin einstaklega vel heppnuð í bókinni Lejlighedssange.
Hér talar rithöfundurinn um nýjustu bók sína:
https://www.saxo.com/dk/lejlighedssange_stine-pilgaard_haeftet_9788763835466

Stine Pilgaard er kunnug íslenskum bókmenntum en hún útskrifaðist með MA gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla þar sem lokaritgerð hennar fjallaði um konur og frásagnarhætti í Íslendingasögunum.

Pallborðsumræður: Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum