Steinunn Sigurðardóttir

2019

Steinunn Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og BA prófi í sálarfræði og heimspeki frá University College í Dublin 1972.

Hún gaf út fyrstu bók sína, ljóðabókina Sífellur, 19 ára gömul og vakti hún strax athygli. Árið 1995 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og frönsk kvikmynd byggð á skáldsögunni Tímaþjófinum var frumsýnd árið 1999.

Steinunn var fréttamaður útvarps og fréttaritari með hléum frá 1970-1982. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður og þáttagerðarmaður við útvarp og sjónvarp auk þess sem hún hefur skrifað tólf skáldskögur, átta ljóðasöfn, tvær fræðibækur, barnabók og leikrit.