Simone van der Vlugt

2019

Skáldkonan Simone van der Vlugt er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Hollendinga og hafa bækur hennar selst vel víða um heim. Hún varð þó fyrst þekkt í heimalandi sínu fyrir sögulegar skáldsögur fyrir börn og unglinga. Fyrsta barnabókin, De Amulet (e. The Amulet), söguleg skáldsaga um nornaveiðar fyrri tíma, kom út á árið 1995. Í framhaldinu skrifaði hún tíu aðrar sögulegar skáldsögur fyrir börn og unglinga sem allar hafa notið töluverðra vinsælda.

Árið 2004 skrifaði van der Vlugt sína fyrstu bók sem markaðsett var fyrir fullorðna, glæpasöguna De Reünie (e. The Reunion). Bókin sló í gegn, hlaut ýmsar viðurkenningar og var þýdd á fjöldamörg tungumál. Van der Vlugt hefur síðan verið iðinn við ritun spennusagna sem margar hverjar hafa verið þýddar á ensku og orðið metsölubækur.