Samanta Schweblin

2019

Samanta Schweblin er ungur höfundur frá Argentínu en eftir hana liggja þó þegar þrjú smásagnasöfn og tvær skáldsögur, hún hefur unnið til fjölmargra verðlauna og verk eftir hana hafa verið þýdd á yfir 20 tungumál. Fyrsta skáldsaga hennar Distancia de Rescate (Fever Dream á ensku) var tilnefnd til Alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna og er væntanleg íslenskri þýðingu nú í vor. Nú fyrir skömmu var svo smásagnasafn hennar, A Mouthful of Birds einnig tilnefnt til Alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna. Smásögur eftir Schweblin munu birtast í TMM nú í kringum Bókmenntahátíðina.