Roy Jacobsen

2019

Roy Jacobsen er norskur rithöfundur. Hann hóf feril sinn með smásagnasafninu Fangeliv (Fangalíf) árið 1982 og hlaut fyrir hana Tarjei Vesas-verðlaunin fyrir bestu frumraunina. Hann hefur skrifað fjölmargar skáldsögur, smásagnasöfn og eina barnabók en einnig skrifar hann fyrir sjónvarp, kvikmyndir og leikhús og skrifaði t.d. handritið að dönsku kvikmyndinni Valhalla Rising ásamt leikstjóranum Nicolas Winding Refn.

Jacobsen hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir verk sín – t.d. var bókin Frost (2003) tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og þá var Jacobsen tilnefndur til Alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna fyrstur Norðmanna fyrir De usynlige (2013). De usynlige hefur komið út á íslensku undir heitinu Hin ósýnilegu í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar.