Roskva Koritzinsky

2019

Hin norska Roskva Koritzinsky er fædd árið 1989 og gaf út sína fyrstu bók árið 2013. Það var smásagnasafnið Her inne et sted sem hlaut Aschehoug verðlaunin fyrir frumraun sama ár. Einnig var hún tilnefnd til Tarjei Vesaa verðlaunanna fyrir smásagnasafnið. Árið 2016 var hún valin sem ein af höfundunum í Nýjar raddir, NORLA, þróunarverkefni fyrir unga höfunda. Fyrsta skáldsaga hennar var Flammen og mörket sem kom út árið 2015 og svo kom annað smásagnasafn árið 2017; Jeg har ennå ikke sett verden. Hún var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018