Ragnar Helgi Ólafsson

2019

Ragnar Helgi Ólafsson er rithöfundur, myndlistamaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann skrifar ljóð, leikrit, skáldsögur og smásögur. Þá er hann einnig annar tveggja forsvarsmanna Tunglsins forlags. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2015 fyrir ljóðbókina Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum. Þá var hann tilnefndur til Menningarverðlauna DV og Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Handbók um minni og gleymskusem kom út 2017. Nýjasta verk hans, Bókasafn föður míns(2018) var sömuleiðis tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.