Mazen Maarouf

2013, 2019

Mazen Maarouf er palestínskur að uppruna, fæddur í Beirút 1978. Hann lærði efnafræði í háskóla en hefur undanfarinn áratug helgað sig skáldskap, blaðamennsku og þýðingum. Hann kom hingað til lands 2011 eftir að Reykjavíkurborg gerðist aðili að ICORN, samtökum borga sem eru skjólborgir fyrir rithöfunda þurft hafa að yfirgefa heimalönd sín vegna hótana eða annarra ofsókna. Lengstan hluta ævi sinnar bjó hann í Líbanon.

Maarouf hefur birt bæði ljóðasöfn og smásögur og fyrir Brandara handa byssumönnunum fékk hann Al-Multaqa verðlaunin, sem veitt eru fyrir smásögur á arabísku. Nú nýverið var bókin svo tilnefnd til Alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna.