Maja Lunde

2019

Hin norska Maja Lundeer fjölmiðlafræðingur að mennt og hóf snemma að skrifa handrit fyrir sjónvarpsþætti. Árið 2012 skrifaði hún sína fyrstu barnabók, Over grensen(í. Yfir landamærin) en síðan eru barna- og unglingabækur hennar orðnar tólf. Sú nýjasta er Snøsøsteren(í. Snjósystirin) sem sló algjörlega í gegn í Noregi, var tilnefnd til ARK barnabókaverðlaunanna árið 2018 og hefur útgáfurétturinn verið seldur um víða veröld.

Árið 2015 kom út Biens historie(í. Saga býflugnanna) sem var hennar fyrsta bók fyrir fullorðna. Bókinni var sérlega vel tekið, hún hlaut norsku Bóksalaverðlaunin sem og Fabel verðlaunin og hefur verið þýdd á yfir 35 tungumál. Saga býflugnannaer fyrsta bókin í fjórleik hennar þar sem umhverfismál liggja til grundvallar og hafa skáldsögurnar verið flokkaðar sem svokallað cli-fi eða climate-fiction sem mætti þýða sem loftslags-skáldskap. Önnur bókin í flokknum, Blå(í. Blár) frá 2017 kemur út í íslenskri þýðingu hjá Forlaginu núna í vor.