Lily King

2019

Bandaríska rithöfundinn Lily King þekkja margir sem höfund hinnar vinsælu og margverðlaunuðu Euphoria sem kom út hér síðasta vor undir nafninu Sæluvíma í þýðingu Ugga Jónssonar. King ólst upp í Massachusetts í Bandaríkjunum og er með B.A. gráðu í enskum bókmenntum og M.A. gráðu í skapandi skrifum frá Háskólanum í Syracuse. Hún hefur kennt bæði ensku og skapandi skrif við háskóla víða um heim.

Fyrsta skáldsaga King, The Pleasing hour, kom út árið 1999 og hlaut afar góðar viðtökur bæði hjá gagnrýnendum og lesendum. Sömu sögu má segja um næstu bækur hennar, The English Teacher (2005) og Father of the Rain (2010). Sæluvíma sem kom svo út árið 2014, sló algjörlega í gegn, rataði inn á marga lista yfir bestu bækur ársins og fékk fjöldamörg verðlaun.