John Freeman

Bandaríkjamaðurinn John Freeman er rithöfundur, bókmenntagagnrýnandi og kennari. Hann er fæddur í Cleveland, Ohio og ólst upp í New York, Pennsylvaníu og Californiu.

Hann var lengi ritstjóri hins sögufræga, breska bókmenntatímarits, Granta, en árið 2015 stofnaði hann sitt eigið bókmenntatímarit, Freeman, sem kemur út árlega og birtir smásögur, ljóðar og greinar. Meðal hans eigin skáldverka má nefna How to Read a Novelist, The Tyranny of E-mail og ljóðasafnið Maps. Hann ritstýrði líka bókaþríleik um ójöfnuð – þar með töldum Tales of Two Americas og hinni væntanlegu Tales of Two Planets. Í síðarnefndu bókinni verður að finna skrif 39 rithöfundua um loftslagsbreytingar og ójöfnuð.

Verk hans hafa birst í The New Yorker og The Paris Review og verið þýdd á tuttugu og fjögur tungumál. Hann starfar nú sem ristjóri á The Literary Hub og sem rithöfundur með aðsetur við Háskólann í New York.