Jónas Reynir Gunnarsson

2019

Jónas Reynir Gunnarsson er fæddur 1987. Hann er alinn upp í Fellabæ og nam ritlist við Háskóla Íslands. Árið 2016 vann hann leikritunarkeppni Listaháskóla Íslands fyrir leikritið Við deyjum á Mars. Ári síðar komu út eftir hann þrjár bækur, skáldsagan Millilending, sem var tilnefnd til Menningarverðlauna DV og er væntanleg í danskri og enskri þýðingu, og ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíuskip, en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017. Stór olíuskip var einnig tilnefnd til Maístjörnunnar og valin ein af bestu íslensku skáldverkum ársins af gagnrýnendum Kiljunnar og Víðsjár. Skáldsagan Krossfiskar kom út ári síðar og var valin ein af skáldsögum ársins hjá Morgunblaðinu.