Iain Reid

2019

Kanadíski rithöfundurinn Iain Reid gaf út sína fyrstu bók árið 2010. Það voru endurminningar sem báru nafnið One Bird’s Choice: A Year in the Life of an Overeducated, Underemployed Twenty-Something Who Moves Back Home. Önnur endurminningabók kom út þremur árum síðar og hét The Truth About Luck: What I Learned on My Road Trip with Grandma. Endurminningar hans þykja gjörólíkar skáldsögunum þar sem tónn fyrrnefndu bókanna er hlýlegur og fullur af kímni en skáldsögurnar eru nær því að vera sálfræðitryllar, óþægilegar og nístandi.

Fyrri skáldsaga hans, I’m Thinking of Ending Things, sem kom út árið 2016 jaðrar við að vera hryllingsbókmenntir, þótt færa megi rök fyrir því að hún skorist undan öllum flokkunum. Skáldsögunni var afskaplega vel tekið, hún hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál og kvikmyndagerðamaðurinn Charlie Kaufmann hefur keypt réttinn að henni og vinnur nú að gerð kvikmyndar eftir bókinni fyrir Netflix.

I’m Thinking of Ending This kom út hjá Bjarti árið 2018 og heitir í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar Ég er að hugsa um að slútta þessu.