Hallgrímur Helgason

2003, 2011, 2019

Hallgrímur Helgason er myndlistarmaður, rithöfundur og leikskáld. Hann hefur haldið yfir 20 einkasýningar hér heima, í Boston, New York, París og Malmö og verk hans hafa verið sýnd á yfir 30 samsýningum í ýmsum löndum.

Kunnustu bækur Hallgríms eru 101 Reykjavík, sem var kvikmynduð, Höfundur Íslands, sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2001, og Rokland, sem einnig var kvikmynduð. Sú fyrstnefnda og síðastnefnda voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og sömuleiðis skáldsagan Konan við 1000 gráður, sem út kom 2011. Sú bók var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hefur komið út í allmörgum löndum. Frá námsdvöl sinni í München segir hann í bókinni Sjóveikur í München, sem kom út 2015 og var tilnefnd til Íslensku bókmennntaverðlaunanna. Nýjasta verk Hallgríms, Sextíu kíló af sólskini kom út 2018 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin.