Hakan Gunday

2019

Tyrkneski rithöfundurinn Hakan Günday er fæddur á eyjunni Rodhos, gekk í skóla í Brussell og í Ankara og býr nú í Istambul. Hann lærði stjórnmálafræði í nokkur ár en fór svo að skrifa. Fyrsta skáldsaga hans, Kinyas ve Kayra (í. Kinyas og Kayra) kom út árið 2000 en síðan hefur hann gefið út sjö aðrar skáldsögur sem margar hafa verið þýddar á ýmiss tungumál og hlotið margvíslegar viðurkenningar.

Az (í. Hinir fáu) var valin besta Tyrkneska skáldsagan árið 2011 og Daha (í. Meira) frá 2013 vann Le Prix Medicis Etranger árið 2015. Daha er talin vera ein fyrsta skáldsagan sem tekst af fullum þunga á við skelfileg örlög flóttafólks í Evrópu í samtíma okkar og lýsingarnar þykja bæði nöturlegar og sannfærandi. Günday hefur gjarnan verið nefndur neðanjarðarskáld Tyrklands og efni bóka hans þykir afskaplega myrkt enda er umfjöllunarefnið gjarnan viðkvæm staða barna í heimi grimmdar, ofbeldis og hræsni nútímans.