Golnaz Hashemzadeh Bonde

2019

Golnaz Hashemzadeh Bonde fæddist í Íran árið 1983 en þegar hún var þriggja ára gömul flúðu foreldrar hennar með hana til Svíþjóðar. Hún útskrifaðist frá Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi og er stofnandi og forstjóri Inkludera Invest, góðgerðarsamtaka sem helga sig baráttunni gegn jaðarsetningu í samfélaginu með því að styðja við bakið á þeim sem vinna að lausnum á félagslegum vandamálum.

Eftir útskrift frá Viðskiptaháskólanum fékk hún starf í Silicon Valley en fór þaðan til New York þar sem hún skrifaði sína fyrstu bók; Hon är inte jag (e. She is Not Me) árið 2012 og svo fylgdi bókin Det var vi (e. What We Owe) árið 2017.