Friðgeir Einarsson

2019

Friðgeir Einarsson hefur skapað sér sess sem leikskáld, leikari og leikstjóri, en árið 2016 gaf hann frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita. Ári síðar kom út skáldsaga hans Formaður húsfélagsins og vakti þónokkra athygli. Nýjasta bók Friðgeirs, Ég hef séð svona áður, frá 2018, fjallar um túrisma í ýmsum birtingarmyndum. Fyrr á þessu ári var nýtt leikrit Friðgeirs, Club Romantica, frumsýnt í Borgarleikhúsinu við mikla hylli áhorfenda og gagnrýnenda.