Einar Kárason

2019

Auk fjölda skáldsagna hefur Einar Kárason sent frá sér ljóð, smásagnasöfn, viðtalsbækur, ferðaþætti og bækur fyrir börn. Skáldsögur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og komið út víða um lönd.

Einar hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun á ferlinum. Gulleyjan var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1987, Heimskra manna ráð og Kvikasilfur til sömu verðlauna 1996 og Stormur árið 2004. Menningarverðlaun DV komu í hlut Einars 1986 fyrir Gulleyjuna og 2004 fyrir Storm,en í Passíusálmunum (2016) er sú saga sögð frá öðru sjónarhorni. Þá hefur hann hlotið verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Fyrirheitna landið var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1989, Kvikasilfur 1994, Stormur 2004 og Ofsi 2008 – og Einar hlaut verðlaunin fyrir síðastnefndu bókina sem gerist á Sturlungaöld og hefur ásamt Óvinafagnaði frá 2001 endurvakið áhuga Íslendinga á Sturlungaöldinni.