David Foenkinos

2019

Franski rithöfundurinn og handritshöfundurinn David Foenkinos er búsettur í París og lærði þar bókmenntir og tónlist en sneri sér snemma að skáldsagnaskrifum. Fyrsta bókin hans, Inversion de l‘idiotie: de l‘influence de deux Polonais, sem gæti útlagst sem Viðsnúningur heimskunnar: undir áhrifum tveggja Pólverja, kom út árið 2001. Síðan þá hefur hann gefið út fjölda skáldsagna og er margverðlaunaður höfundur í heimalandi sínu.

Árið 2009 kom út skáldsagan La délicatesse (í. Næmleikinn) sem sló í gegn, var tilnefnd til allra helstu bókmenntaverðlauna Frakklands og seldist í yfir milljónum eintaka. David og bróðir hans, kvikmyndagerðarmaðurinn Stephane, gerðu kvikmynd eftir bókinni sem þeir leikstýrðu í sameiningu. Myndin skartaði frönsku stjörnunni Audrey Tautou í aðalhlutverki og var frumsýnd árið 2011.

Foenkinos hefur skrifað handrit að fimm öðrum kvikmyndum – þar með talinni Le mystére Henri Pick (í. Ráðgátunni um Henri Pick) frá 2016 sem gerð var eftir skáldsögu hans. Sú bók er væntanleg í íslenskri þýðingu frá Benedikt nú í vor.