Carolina Setterwall

2019

Hin sænska Carolina Setterwall nam fjölmiðlafræði í Uppsölum, Stokkhólmi og í London. Hún hefur unnið í tónlistar- og útgáfubransanum sem ritstjóri og textahöfundur og heldur úti bloggsíðunni carolinasetterwall.se

Fyrsta skáldsaga Setterwall; Låt oss hoppas på det bästa (sem gæti útlagst sem Vonum það besta) er sjálfsævisöguleg.

Låt oss hoppas på det bästa kom út í Svíþjóð 2018 og sló strax í gegn. Barist var um útgáfuréttinn á bókinni til annarra landa og hefur hún nú þegar verið þýdd á fjöldamörg tungumál. Bókin kemur út á íslensku nú í vor hjá Bókaútgáfunni Benedikt.